Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 09:01 Keflavíkurflugvöllur hefur verið að taka við sér á ný. Vísir/Vilhelm Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira