Verndum uppljóstrara Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 11:00 Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar