Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 14:43 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla í Subway. Icelandair Hotels Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum. Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036. Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon í Subway er aðaleigandi Suðurhúsa ehf. Það félag á Hafnarstræti 17 til 19 í Reykjavík, sem Flugleiðahótel ehf. hafa leigt út frá 2014. Í 3.700 fermetra rýminu hefur Icelandair rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Skúli Gunnar Sigfússon fjárfestir er stærsti eigandi Suðurhúsa.Vísir Leigan hefur að jafnaði verið um 16 milljónir á mánuði. Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir ákvað Icelandair einhliða að greiða aðeins 20% leigunnar samkvæmt samningi og bar því við að það væri tækt í ljósi sjónarmiða kenndra við „force majeure“ - s.s. óviðráðanleg ytri atvik. Suðurhús sættu sig ekki við þetta og sóttu Icelandair til saka vegna vanefndanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að flugfélaginu bæri að greiða vangoldnu leiguna, enda hafi ekkert force majeure ákvæði verið að finna í samningnum. Þá hafi enginn tölulegur ágreiningur verið uppi um greiðslurnar, heldur hafi legið fyrir að Icelandair hafði aðeins verið að greiða 20% af leigunni um hríð. Enda þótt Flugleiðahótel hafi staðið frammi fyrir verulegum og nánast fyrirvaralausum breytingum á rekstrarskilyrðum félagsins þá leiða öll helstu sjónarmið í málinu, að því er segir í dómnum, til þess að ekki þótti rétt að hrófla við samningnum. Suðurhús benti um leið á það í málflutningi sínum að Icelandair Group væri stöndugt fyrirtæki á fjárhagslegan mælikvarða, sem hefði ekki lagt fram sönnun á ómöguleika greiðslunnar. Icelandair brást ekki við þeirri fullyrðingu, þannig að hún stóð. Íhuga að áfrýja Flugleiðahótel hafa samið við aðra leigusala sína í svipuðum málum en þar sem ekki samdist við Suðurhús fór málið fyrir dómstóla. Gunnar Sturluson lögmaður Flugleiðahótela segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sammála dómnum og að það sé til skoðunar að áfrýja honum til Landsréttar. Hliðstæð mál hafi nýverið fengið áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Af hótelinu við Hafnarstræti er það að segja að það opnar núna í byrjun næsta mánaðar, eins og kemur fram í dómnum. Samningurinn á milli Suðurhúsa og Icelandair er enn í gildi og nær til 2036.
Icelandair Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira