Samningslausir sjómenn og viljalausir útgerðarmenn Guðmundur Helgi Þórarinsson, Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson skrifa 23. júní 2021 10:01 Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun