Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 15:00 Örugg vítaspyrna tryggði Svíum stigin þrjú. EPA-EFE/Maxim Shemetov Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Eftir nokkuð daufan fyrri hálfleik komu Svíarnir tvíefldir út í síðari hálfleik. Líkt og gegn Spáni voru þeir í nokkuð þéttu 4-4-2 leikkerfi og voru tilbúnir að leyfa mótherja sínum að vera meira með boltann. Líkt og gegn Spáni var það Alexander Isak sem var allt í öllu í leik Svíþjóðar en það var hins vegar varnarmaðurinn Ludwig Augustinsson sem átti bestu tilraun leiksins þegar tæp klukkustund var liðin. Hann náði þá föstum skalla af markteig eftir sendingu frá hægri sem Martin Dubravká, markvörður Slóvakíu, varði á einhvern óskiljanlegan hátt. Markvörsluna mögnuðu má sjá hér að neðan. Martin Dúbravka Ludwig Augustinsson Má færa rök fyrir því að þetta sé markvarsla mótsins til þessa! pic.twitter.com/Lynb8e1h8l— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 18, 2021 Svíar héldu áfram að sækja og Isak átti gott skot eftir að hafa fíflað mann og annan en aftur var Dubravká vel á verði. Þegar stundarfjórðungur var eftir breyttist markvörðurinn hins vegar úr hetju í skúrk. Hann felldi þá varamanninn Robin Quaison innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Emil Forsberg fór á vítapunktinn og brást ekki bogalistin. Hægri fótur, hægra horn og boltinn söng í netinu þó Dubravká hafi farið í rétt horn. Staðan orðin 1-0 og þó Slóvakar hafi reynt hvað þeir gátu til að jafna metin þá gekk ekkert að brjóta niður gulan varnarmúr Svíþjóðar. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil sem þýðir að þeir fara tímabundið á topp E-riðils með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Það sem meira er þá eru Svíar búnir að halda hreinu í báðum leikjum sínum til þessa. Svíþjóð mætir Póllandi í lokaumferð riðilsins á meðan Slóvakía mætir Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Eftir nokkuð daufan fyrri hálfleik komu Svíarnir tvíefldir út í síðari hálfleik. Líkt og gegn Spáni voru þeir í nokkuð þéttu 4-4-2 leikkerfi og voru tilbúnir að leyfa mótherja sínum að vera meira með boltann. Líkt og gegn Spáni var það Alexander Isak sem var allt í öllu í leik Svíþjóðar en það var hins vegar varnarmaðurinn Ludwig Augustinsson sem átti bestu tilraun leiksins þegar tæp klukkustund var liðin. Hann náði þá föstum skalla af markteig eftir sendingu frá hægri sem Martin Dubravká, markvörður Slóvakíu, varði á einhvern óskiljanlegan hátt. Markvörsluna mögnuðu má sjá hér að neðan. Martin Dúbravka Ludwig Augustinsson Má færa rök fyrir því að þetta sé markvarsla mótsins til þessa! pic.twitter.com/Lynb8e1h8l— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 18, 2021 Svíar héldu áfram að sækja og Isak átti gott skot eftir að hafa fíflað mann og annan en aftur var Dubravká vel á verði. Þegar stundarfjórðungur var eftir breyttist markvörðurinn hins vegar úr hetju í skúrk. Hann felldi þá varamanninn Robin Quaison innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Emil Forsberg fór á vítapunktinn og brást ekki bogalistin. Hægri fótur, hægra horn og boltinn söng í netinu þó Dubravká hafi farið í rétt horn. Staðan orðin 1-0 og þó Slóvakar hafi reynt hvað þeir gátu til að jafna metin þá gekk ekkert að brjóta niður gulan varnarmúr Svíþjóðar. Lokatölur 1-0 Svíþjóð í vil sem þýðir að þeir fara tímabundið á topp E-riðils með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Það sem meira er þá eru Svíar búnir að halda hreinu í báðum leikjum sínum til þessa. Svíþjóð mætir Póllandi í lokaumferð riðilsins á meðan Slóvakía mætir Spáni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti