Storytel gefur út nýja skáldsögu Óskars Storytel 16. júní 2021 10:15 Elísabet Hafsteinsdóttir, Stella Soffía Jóhannesdóttir, Óskar Guðmundsson og Stefán Hjörleifsson. Dansarinn, nýjasta skáldsaga Óskars Guðmundssonar kemur út í haust undir merkjum Storytel Original. „Ég er fullur eftirvæntingar með þessi fyrstu skref mín í samstarfi með Storytel sem hafa verið frábær og langt umfram væntingar, enda finnur maður fyrir krafti og eldmóð hjá starfsfólkinu. Dansandi ferskir og spennandi tímar framundan!,” segir Óskar Guðmundsson, rithöfundur en Storytel mun í haust gefa út nýja bók hans, Dansarann, undir merkjum Storytel Original. Dansarinn gerist árið 1982 og fjallar um tvítugan dreng sem elst upp hjá einstæðri móður sem hafði verið framúrskarandi góður ballettdansari, en brostnir draumar, höfnun og áföll keyra veröld hennar um koll. Hún elur son sinn upp af miklu harðræði í hálfgerðri einangrun og er haldin þeirri þráhyggju að sonur hennar verði besti ballettdansari sem um getur. Heimur hans hverfist um móðurina og dansinn með skelfilegum afleiðingum. Óskar er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda en fyrsta bók hans, Hilma hlaut Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, sem besta glæpasagan árið 2015. Önnur skáldsaga Óskars, Blóðengill sem er sjálfstætt framhald af Hilmu, kom út árið 2018 og þriðja bók hans, Boðorðin kom út árið 2019. Allar bækurnar eru aðgengilegar á Storytel. Bókaútgáfan Storytel Original gefur út frumsamdar sögur sem höfundar skrifa beint fyrir hljóðbókaformið (audio first) og því er mikil áhersla lögð á gæði hljóðbókarinnar. „Það hefur verið frábært að vinna með Óskari að sögunni hans, enda kemur hann að borðinu svo fullur af hugmyndum og sköpunargleði. Við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs og þess að geta svo miðlað bókinni hans til landsmanna í haust,” segir Elísabet Hafsteinsdóttir, útgáfustjóri Storytel. Menning Bókmenntir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar með þessi fyrstu skref mín í samstarfi með Storytel sem hafa verið frábær og langt umfram væntingar, enda finnur maður fyrir krafti og eldmóð hjá starfsfólkinu. Dansandi ferskir og spennandi tímar framundan!,” segir Óskar Guðmundsson, rithöfundur en Storytel mun í haust gefa út nýja bók hans, Dansarann, undir merkjum Storytel Original. Dansarinn gerist árið 1982 og fjallar um tvítugan dreng sem elst upp hjá einstæðri móður sem hafði verið framúrskarandi góður ballettdansari, en brostnir draumar, höfnun og áföll keyra veröld hennar um koll. Hún elur son sinn upp af miklu harðræði í hálfgerðri einangrun og er haldin þeirri þráhyggju að sonur hennar verði besti ballettdansari sem um getur. Heimur hans hverfist um móðurina og dansinn með skelfilegum afleiðingum. Óskar er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda en fyrsta bók hans, Hilma hlaut Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, sem besta glæpasagan árið 2015. Önnur skáldsaga Óskars, Blóðengill sem er sjálfstætt framhald af Hilmu, kom út árið 2018 og þriðja bók hans, Boðorðin kom út árið 2019. Allar bækurnar eru aðgengilegar á Storytel. Bókaútgáfan Storytel Original gefur út frumsamdar sögur sem höfundar skrifa beint fyrir hljóðbókaformið (audio first) og því er mikil áhersla lögð á gæði hljóðbókarinnar. „Það hefur verið frábært að vinna með Óskari að sögunni hans, enda kemur hann að borðinu svo fullur af hugmyndum og sköpunargleði. Við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs og þess að geta svo miðlað bókinni hans til landsmanna í haust,” segir Elísabet Hafsteinsdóttir, útgáfustjóri Storytel.
Menning Bókmenntir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira