Fótbolti

Barcelona vill U21-landsliðsþjálfara Dana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Capellas hefur verið að gera virkilega góða hluti í Danmörku.
Albert Capellas hefur verið að gera virkilega góða hluti í Danmörku. Marton Monus/Getty

Barcelona hefur verið sett sig í samband við U21-árs landsliðsþjálfara, Albert Capellas, um að taka að sér starf innan veggja félagsins. Spænskir fjölmiðlar greina frá.

Mundo Deportivo greinir frá þessu á vef sínum í dag en Joan Laporta, forseti Barcelona, er að endurskipuleggja félagið.

Albert Capellas er sagður hafa hitt forráðamenn félagsins í dag þar sem rætt var um mögulega komu Capellas til Barcelona, á nýjan leik.

Hann var nefnilega aðstoðarmaður B-liðs Barcelona á árunum 1999 til 2003 en þar á eftir var hann einn af leiðtogunum í akademíu félagsins.

Nú gæti hann snúið aftur til heimalandsins en hann hefur þjálfað U21 ára lið Dana frá árinu 2019. Hann framlengdi samning sinn við sambandið í október á síðasta ári og nú er samningur hans til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×