Í bítið: Héraðsdómari opinberar eigin vanþekkingu í beinni! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar