Í bítið: Héraðsdómari opinberar eigin vanþekkingu í beinni! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun