Afglæpavæðing: Ákall hjúkrunarfræðings til stjórnvalda Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 8. júní 2021 13:00 Það ríkir neyðarástand á Íslandi, þar sem á síðustu tíu árum voru árlega að meðaltali 16 lyfjatengd andlát hjá körlum og 13 hjá konum. Með öðrum orðum hafa 9,6 af hverjum 100.000 karlmönnum og 7,7 af hverjum 100.000 konum látist vegna lyfjaeitrana á þessum tíu árum. Ljóst er að núverandi nálgun og stefna í fíkniefnalöggjöf er ekki að skila árangri. Hvað er það sem hræðir okkur svo frá að viðurkenna að stríðið gegn fíkniefnum hefur tapast og nálgast þennan málaflokk upp á nýtt, út frá gagnreyndri þekkingu en ekki hræðslu? Staða skaðaminnkunar á Íslandi Erlendis hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi vegna ofskammtana og dauðsfalla af völdum vímuefna. Viðbrögð við dauðsföllum og alvarlegum ofskömmtunum hafa helst verið á herðum skaðaminnkandi úrræða og neyðarskýla sem þjónusta jaðarsettasta hópinn – heimilislausa einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Í Kanada hefur verið aukin áhersla á heilbrigðisþjónustu, skaðaminnkandi inngrip, frítt aðgengi að naloxone sem bjargar mannslífum frá ofskömmtunum ópíóða, neyslurými, vettvangsteymi og viðhaldsmeðferðir. Rannsóknir sýna og styðja við að slík inngrip koma í veg fyrir dauðsföll. Ísland er á svipaðri vegferð en skaðaminnkandi þjónusta hefur verið mest á herðum sjálfboðaliðasamtaka en er nú í auknum mæli að verða hluti af þjónustu hins opinbera. Undanfarin ár hefur skaðaminnkun verið áberandi hugtak í samfélagsumræðunni og miklar framfarir orðið í þágu mannúðar og mannréttinda. Ber þar hæst að nefna ný lög, ásamt reglugerð, um neyslurými. Löggjöfin heimilar loksins rekstur neyslurýma að fengnu samþykki Embættis landlæknis. Í umræðunni um neyslurými voru flest sammála um að slíkt rými væri mikilvægt, til þess að aðstoða einstaklinga sem notuðu í vímuefni í æð, útvega þeim öruggan stað undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna þar sem markmiðið væri fyrst og fremst að koma í veg fyrir dauðsföll. Það er kjarni skaðaminnkunar – að koma í veg fyrir dauðsföll og lágmarka skaðann. Skaðinn af efnunum er sannarlega viðurkenndur og markmiðið er að lágmarka hann. Vímuefnavandi þróast í kjölfarið á áföllum og sársauka sem einstaklingar eiga erfitt með að dvelja við. Flóttinn undan sársaukanum á ekki að vera refsinæmur og valda enn meiri þjáningum. Frekar á að styðja við bakið á þeim einstaklingum sem hafa vímuefnavanda og aðstoða við að greiða úr honum. Bakslag í umræðunni? Í allri umræðu verður óhjákvæmilega bakslög. Í dag liggur fyrir Alþingi annað frumvarp heilbrigðisráðuneytis varðandi afglæpavæðingu neysluskammta ólöglegra vímuefna. Afglæpavæðingin er sett fram sem rökrétt næsta skref við neyslurými – varsla efnanna sem á að neyta í slíku rými á að vera afglæpavædd og er þetta skref tekið til að halda áfram stefnubreytingunni sem rætt er um að framan, að vímuefnavandi sé verkefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins en ekki löggæsluyfirvalda og dómstóla. Er það í takt við alþjóðleg tilmæli stofnana á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar. Sú nálgun, að handtaka fólk og refsa því fyrir að nota vímuefni, virkar ekki og hefur oft og tíðum þveröfug áhrif: í stað þess að draga úr neyslu á vímuefnum og vernda fólk í viðkvæmri stöðu útsetur refsistefnan fólkinu fyrir aukinni hættu og skaða. Stefnan býr til hindranir í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, eykur fordóma og veldur langvarandi hindrunum fyrir fólk sem notar vímuefni að fá atvinnu eða örugga búsetu. Bakslagið í umræðunni um afglæpavæðingu snýr að áhyggjum einstaklinga af því að með afglæpavæðingu og brotthvarfi frá refsistefnu séu send skilaboð um að sú neysla sé í lagi. Þá er mikilvægt að staldra við og líta á þann árangur sem þjóðin hefur náð í forvörnum gegn löglegum vímugjafa, sem er um leið álitin með þeim hættulegustu: áfengi. Skaðaminnkandi inngrip kemur ekki í staðinn fyrir aðrar aðgerðir en er mikilvægt samhliða öðrum inngripum á borð við forvarnir, meðferðir, endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Þetta verður að haldast í hendur og við verðum að nálgast flókinn og fjölþættan vanda heildrænt. Skaðaminnkun á ekki að mæta afgangi í samfélaginu, hún á að greiða götur þeirra sem þurfa hvað mest á skaðaminnkandi inngripum að halda. Að stíga skrefið til fulls er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll – eina spurningin er hversu mörg þau þurfa að verða áður en við grípum inn í og skiptum um gír. Ákall hjúkrunarfræðings Sem hjúkrunarfræðingur sem hefur unnið í framlínunni í þessu neyðarástandi síðustu árin, orðið vitni að fjölmörgum dauðsföllum og séð með eigin augum skaðlegar og óafturkræfar afleiðingar sem refsistefnan hefur haft á skjólstæðinga mína, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni veit ég fyrir víst að við verðum að þora breyta um nálgun. Afglæpavæðing er nauðsynlegt skref til þess að fjarlægja þær hindranir sem við höfum búið til fyrir umhyggju og stuðningi, minnka fordóma og mismunun, auka heilsu og samfélagslegan hagnað og vinna markvisst að réttlátara, jafnara og miskunnsamara samfélagi. Stefnur marka ekki bara framkvæmd laga heldur skapa líka það samfélag sem við búum í. Refsingar og refsistefna sendir frá sér ómannúðleg skilaboð og hefur margvíslegar félagslegar afleiðingar sem auka skaða og vanlíðan þeirra sem síst skyldi. Afglæpavæðing og aukinn stuðningur sendir frá sér skilaboð mannúðar og náungarkærleiks. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand á Íslandi, þar sem á síðustu tíu árum voru árlega að meðaltali 16 lyfjatengd andlát hjá körlum og 13 hjá konum. Með öðrum orðum hafa 9,6 af hverjum 100.000 karlmönnum og 7,7 af hverjum 100.000 konum látist vegna lyfjaeitrana á þessum tíu árum. Ljóst er að núverandi nálgun og stefna í fíkniefnalöggjöf er ekki að skila árangri. Hvað er það sem hræðir okkur svo frá að viðurkenna að stríðið gegn fíkniefnum hefur tapast og nálgast þennan málaflokk upp á nýtt, út frá gagnreyndri þekkingu en ekki hræðslu? Staða skaðaminnkunar á Íslandi Erlendis hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi vegna ofskammtana og dauðsfalla af völdum vímuefna. Viðbrögð við dauðsföllum og alvarlegum ofskömmtunum hafa helst verið á herðum skaðaminnkandi úrræða og neyðarskýla sem þjónusta jaðarsettasta hópinn – heimilislausa einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Í Kanada hefur verið aukin áhersla á heilbrigðisþjónustu, skaðaminnkandi inngrip, frítt aðgengi að naloxone sem bjargar mannslífum frá ofskömmtunum ópíóða, neyslurými, vettvangsteymi og viðhaldsmeðferðir. Rannsóknir sýna og styðja við að slík inngrip koma í veg fyrir dauðsföll. Ísland er á svipaðri vegferð en skaðaminnkandi þjónusta hefur verið mest á herðum sjálfboðaliðasamtaka en er nú í auknum mæli að verða hluti af þjónustu hins opinbera. Undanfarin ár hefur skaðaminnkun verið áberandi hugtak í samfélagsumræðunni og miklar framfarir orðið í þágu mannúðar og mannréttinda. Ber þar hæst að nefna ný lög, ásamt reglugerð, um neyslurými. Löggjöfin heimilar loksins rekstur neyslurýma að fengnu samþykki Embættis landlæknis. Í umræðunni um neyslurými voru flest sammála um að slíkt rými væri mikilvægt, til þess að aðstoða einstaklinga sem notuðu í vímuefni í æð, útvega þeim öruggan stað undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna þar sem markmiðið væri fyrst og fremst að koma í veg fyrir dauðsföll. Það er kjarni skaðaminnkunar – að koma í veg fyrir dauðsföll og lágmarka skaðann. Skaðinn af efnunum er sannarlega viðurkenndur og markmiðið er að lágmarka hann. Vímuefnavandi þróast í kjölfarið á áföllum og sársauka sem einstaklingar eiga erfitt með að dvelja við. Flóttinn undan sársaukanum á ekki að vera refsinæmur og valda enn meiri þjáningum. Frekar á að styðja við bakið á þeim einstaklingum sem hafa vímuefnavanda og aðstoða við að greiða úr honum. Bakslag í umræðunni? Í allri umræðu verður óhjákvæmilega bakslög. Í dag liggur fyrir Alþingi annað frumvarp heilbrigðisráðuneytis varðandi afglæpavæðingu neysluskammta ólöglegra vímuefna. Afglæpavæðingin er sett fram sem rökrétt næsta skref við neyslurými – varsla efnanna sem á að neyta í slíku rými á að vera afglæpavædd og er þetta skref tekið til að halda áfram stefnubreytingunni sem rætt er um að framan, að vímuefnavandi sé verkefni heilbrigðis- og velferðarkerfisins en ekki löggæsluyfirvalda og dómstóla. Er það í takt við alþjóðleg tilmæli stofnana á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar. Sú nálgun, að handtaka fólk og refsa því fyrir að nota vímuefni, virkar ekki og hefur oft og tíðum þveröfug áhrif: í stað þess að draga úr neyslu á vímuefnum og vernda fólk í viðkvæmri stöðu útsetur refsistefnan fólkinu fyrir aukinni hættu og skaða. Stefnan býr til hindranir í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, eykur fordóma og veldur langvarandi hindrunum fyrir fólk sem notar vímuefni að fá atvinnu eða örugga búsetu. Bakslagið í umræðunni um afglæpavæðingu snýr að áhyggjum einstaklinga af því að með afglæpavæðingu og brotthvarfi frá refsistefnu séu send skilaboð um að sú neysla sé í lagi. Þá er mikilvægt að staldra við og líta á þann árangur sem þjóðin hefur náð í forvörnum gegn löglegum vímugjafa, sem er um leið álitin með þeim hættulegustu: áfengi. Skaðaminnkandi inngrip kemur ekki í staðinn fyrir aðrar aðgerðir en er mikilvægt samhliða öðrum inngripum á borð við forvarnir, meðferðir, endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Þetta verður að haldast í hendur og við verðum að nálgast flókinn og fjölþættan vanda heildrænt. Skaðaminnkun á ekki að mæta afgangi í samfélaginu, hún á að greiða götur þeirra sem þurfa hvað mest á skaðaminnkandi inngripum að halda. Að stíga skrefið til fulls er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll – eina spurningin er hversu mörg þau þurfa að verða áður en við grípum inn í og skiptum um gír. Ákall hjúkrunarfræðings Sem hjúkrunarfræðingur sem hefur unnið í framlínunni í þessu neyðarástandi síðustu árin, orðið vitni að fjölmörgum dauðsföllum og séð með eigin augum skaðlegar og óafturkræfar afleiðingar sem refsistefnan hefur haft á skjólstæðinga mína, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni veit ég fyrir víst að við verðum að þora breyta um nálgun. Afglæpavæðing er nauðsynlegt skref til þess að fjarlægja þær hindranir sem við höfum búið til fyrir umhyggju og stuðningi, minnka fordóma og mismunun, auka heilsu og samfélagslegan hagnað og vinna markvisst að réttlátara, jafnara og miskunnsamara samfélagi. Stefnur marka ekki bara framkvæmd laga heldur skapa líka það samfélag sem við búum í. Refsingar og refsistefna sendir frá sér ómannúðleg skilaboð og hefur margvíslegar félagslegar afleiðingar sem auka skaða og vanlíðan þeirra sem síst skyldi. Afglæpavæðing og aukinn stuðningur sendir frá sér skilaboð mannúðar og náungarkærleiks. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun