Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:49 vísir/hulda margrét Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. Heimamenn byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur en gestirnir. Skotnýting KR var alls ekki nógu góð. Eftir að KR jafnaði leikinn í 2-2 fór ekkert ofan í hjá gestunum. Keflavík gekk á lagið og tók 10-0 kafla. Við tók ein karfa frá Brandon Nazione hjá KR-ingum áður en Keflavík gekk aftur á lagið og tók 6-0 kafla á meðan skotin hjá gestunum geiguðu. Þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður var staðan 18-4 og heimamenn gáfu forskotið aldrei af hendi. Gestirnir klóruðu þó aðeins í bakkann og staðan í lok fyrsta leikhluta var 22-14. KR byrjaði betur í öðrum fjórðung og náðu mest að minnka muninn niður í fjögur stig, í tvígang, en þá fóru heimamenn aftur í gagn og skoruðu næstu 10 stig gegn aðeins tveimur frá KR. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var Keflavík með 12 stiga forskot, 34-22. Þessi munur, 10-16 stig hélst út leikhlutan og bæði lið gengu til búningsherbergja þegar staðan var 47-34 Keflavík í vil. Eins og í öðrum leikhluta byrjuðu KR-ingar þann þriðja örlítið betur en Keflavík. KR setti niður sjö stig gegn tveimur frá Keflavík á fyrstu þremur mínútunum til að minnka forskot Keflavíkur niður í sex stig í stöðunni 49-43 en eins og áður þá svöruðu heimamenn fyrir sig. Þristar frá Herði Axel og Calvin Burks sáu til þess að Keflavík var með 12 stiga forystu þegar þriðji fjórðungur val hálfnaður. Þessi munur hélst nokkuð jafn út þriðja leikhluta en Dominykas Milka kom Keflavík mest í 15 stiga forystu þegar innan við mínúta var eftir. Tyler Sabin átti loka körfu leikhlutans og því var munurinn milli liðanna 12 stig fyrir loka leikhlutan, 65-53. Heimamenn sáu til þess að gestirnir sáu aldrei til sólar í síðasta fjórðungi. Liðin settu niður körfur u.þ.b. til skiptis en Keflavík gerði þó 6 stigum betur en KR í loka leikhlutanum. Fór svo fyrir rest að Keflavík vann með 18 stigum, 88-70. Einokun KR á Íslandsmeistaratitlinum er því formlega lokið. Af hverju vann Keflavík? Frábær byrjun heimamanna í þessum leik sá til þess að KR átti í raun aldrei möguleika. Keflavík var með forskotið frá upphafi til enda. Hverjir stóðu upp úr? KR gerði mikið í því að stoppa Milka og Williams framan af leik. Það opnaði þó heldur betur fyrir Calvin Burks sem var frábær í kvöld. CJ skoraði 23 stig og var með 21 framlagspunkt. Þegar leið á kvöldið komust Milka og Williams betur inn í leikinn, Williams endaði með 26 stig og 9 fráköst og Milka var með 22 stig og heil 13 fráköst. Milka endaði leikinn með flesta framlagspunkta, 27 talsins. Í liði KR var Brandon Nazione bestur með 24 stig og 7 fráköst. Hvað gekk illa? Skotnýting KR var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það hefur oft sést meira frá Tyler Sabin en í kvöld en Tyler endaði leikinn með einungis 14 stig úr 12 tilraunum. Hvað gerist næst? Eftir að hafa ekki tapað seríu í 7 ár eru Íslandsmeistarar KR komnir í sjaldséð sumarfrí. Deildarmeistar Keflavíkur eru hins vegar komnir í úrslita einvígið þar sem þeir mæta annað hvort Stjörnunni eða Þór Þorlákshöfn. „Ótrúlegt að þetta tímabil er búið“ Darri Freyr Atlason, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var svekktur yfir því að ljúka tímabilinu í ár með með þessum hætti. „Það er ótrúlegt að þetta tímabil er búið. Það er búið að vera langt og skrítið, alveg upp og niður. Við erum búnir að fara í gegnum margt eins og öll önnur lið. Fryst og fremst er maður bara svekktur og sérstaklega svekktur út í það hvernig þetta gerðist í dag,“ sagði Darri í viðtali eftir leik. KR-ingar hafa almennt byrjað leikina milli þessara liða vel en það var breyting á í kvöld þar sem Keflavík tók völdin strax í upphafi og sleppti aldrei taki. „Mér fannst við tapa þessum leik kannski andlega frekar en nokkuð annað. Við fórum mjög hratt út í byrjun og ég held að tæknileg mistök hafi leitt af sér enn þá dýpri holu út af því hvernig við brugðumst við andlega. Við vorum orðnir fljótfærir og stressaðir bara eftir þrjár mínútur í stöðunni 10-2 þegar það var ekkert sérstakt í gangi. Það gróf holu sem var erfitt að vinna sig upp úr,“ svaraði Darri aðspurður út í byrjun KR í þessum leik. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að KR færi langt í ár, miðað við þann mannskap sem þeir misstu fyrir tímabil. Darra er alveg sama þrátt fyrir að koma einhverjum á óvart með mögulega óvæntri velgengni liðsins. „Í KR þá eru engir samvisku sigrar. Annað hvort vinnur þú eða tapar og þetta ár erum við taparar. Auðvitað finnst mér leiðinlegt að vera sá sem ber höfuð ábyrgð á þessu og ég gengst við þeirri ábyrgð. Það eru fullt af hlutum sem ég hefði geta gert betur og auðvitað sömuleiðis leikmennirnir líka og allir sem taka þátt í þessu með okkur. Ég held það sé mikilvægt fyrir alla sem að eru með þetta KR 'attitude' að samþykkja að okkur mistókst í ár og gera betur næst,“ sagði Darri Freyr Atlason. „Við gáfum tóninn strax í upphafi“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er frábær sigur. Munurinn á þessum leik og hinum er að við hittum betur og sérstaklega til að byrja með. Við gáfum tóninn strax í upphafi og við litum aldrei til baka eftir það,“ sagði Hjalti í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði hrikalega vel og myndaði forskot sem KR-inar náðu ekki að brúa. Hjalti segir að uppleggið fyrir leik væri að byrja vel. „Við töluðum um það fyrir leik, að þeir myndu koma brjálaðir til leiks og ætluðu ekkert að leggjast niður og gefa okkur sigurinn. Þannig það skipti rosalega miklu máli að við myndum koma af krafti inn í leikinn sem við sannarlega gerðum. Auðvitað var það ákveðið rothögg fyrir þá en þeir svo sem komu til baka og við vorum líka smá slappir á köflum en það er frábært að klára þetta.“ „Þetta var lang besti svona stýrði leikur hjá okkur, mest megins. Síðan komu 5-6 mínútur í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara 'sloppy' og það er eitthvað sem við þurfum að kíkja á og laga. Menn voru orðnir eitthvað gráðugir,“ sagði Hjalti Þór um góða byrjun heimamanna í leiknum. „Það hefur ekkert lið náð að slá þá út síðustu 6-7 árin. Auðvitað er gaman að fá að vera fyrsta liðið til að slá þá út eftir þessa sex titla þeirra í röð. Það er bara frábært að upplifa það.“ Hjalta var bent á það að Keflavík hefði með sigrinum í kvöld ekki tapað heimaleik í heila 500 daga. Hjalti stefnir þó á sigur í öllum leikjum, heima eða úti. „Þið eruð með alla þessa tölfræði á hreinu,“ svaraði Hjalti og hló áður en hann bætti við „ég er ekkert að spá í þessu. Sama hvort það verður Stjarnan eða Þór Þorlákshöfn þá ætlum við bara að fara í þessa leiki og gera okkar besta. Auðvitað munum við stefna á sigur hvort sem það er á heimavelli eða útivelli og við bara gírum okkur í hvern leik. Það er bara einn leikur í einu, hvort samt það er í úrslitakeppninni eða í deildinni,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR
Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. Heimamenn byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur en gestirnir. Skotnýting KR var alls ekki nógu góð. Eftir að KR jafnaði leikinn í 2-2 fór ekkert ofan í hjá gestunum. Keflavík gekk á lagið og tók 10-0 kafla. Við tók ein karfa frá Brandon Nazione hjá KR-ingum áður en Keflavík gekk aftur á lagið og tók 6-0 kafla á meðan skotin hjá gestunum geiguðu. Þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður var staðan 18-4 og heimamenn gáfu forskotið aldrei af hendi. Gestirnir klóruðu þó aðeins í bakkann og staðan í lok fyrsta leikhluta var 22-14. KR byrjaði betur í öðrum fjórðung og náðu mest að minnka muninn niður í fjögur stig, í tvígang, en þá fóru heimamenn aftur í gagn og skoruðu næstu 10 stig gegn aðeins tveimur frá KR. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var Keflavík með 12 stiga forskot, 34-22. Þessi munur, 10-16 stig hélst út leikhlutan og bæði lið gengu til búningsherbergja þegar staðan var 47-34 Keflavík í vil. Eins og í öðrum leikhluta byrjuðu KR-ingar þann þriðja örlítið betur en Keflavík. KR setti niður sjö stig gegn tveimur frá Keflavík á fyrstu þremur mínútunum til að minnka forskot Keflavíkur niður í sex stig í stöðunni 49-43 en eins og áður þá svöruðu heimamenn fyrir sig. Þristar frá Herði Axel og Calvin Burks sáu til þess að Keflavík var með 12 stiga forystu þegar þriðji fjórðungur val hálfnaður. Þessi munur hélst nokkuð jafn út þriðja leikhluta en Dominykas Milka kom Keflavík mest í 15 stiga forystu þegar innan við mínúta var eftir. Tyler Sabin átti loka körfu leikhlutans og því var munurinn milli liðanna 12 stig fyrir loka leikhlutan, 65-53. Heimamenn sáu til þess að gestirnir sáu aldrei til sólar í síðasta fjórðungi. Liðin settu niður körfur u.þ.b. til skiptis en Keflavík gerði þó 6 stigum betur en KR í loka leikhlutanum. Fór svo fyrir rest að Keflavík vann með 18 stigum, 88-70. Einokun KR á Íslandsmeistaratitlinum er því formlega lokið. Af hverju vann Keflavík? Frábær byrjun heimamanna í þessum leik sá til þess að KR átti í raun aldrei möguleika. Keflavík var með forskotið frá upphafi til enda. Hverjir stóðu upp úr? KR gerði mikið í því að stoppa Milka og Williams framan af leik. Það opnaði þó heldur betur fyrir Calvin Burks sem var frábær í kvöld. CJ skoraði 23 stig og var með 21 framlagspunkt. Þegar leið á kvöldið komust Milka og Williams betur inn í leikinn, Williams endaði með 26 stig og 9 fráköst og Milka var með 22 stig og heil 13 fráköst. Milka endaði leikinn með flesta framlagspunkta, 27 talsins. Í liði KR var Brandon Nazione bestur með 24 stig og 7 fráköst. Hvað gekk illa? Skotnýting KR var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það hefur oft sést meira frá Tyler Sabin en í kvöld en Tyler endaði leikinn með einungis 14 stig úr 12 tilraunum. Hvað gerist næst? Eftir að hafa ekki tapað seríu í 7 ár eru Íslandsmeistarar KR komnir í sjaldséð sumarfrí. Deildarmeistar Keflavíkur eru hins vegar komnir í úrslita einvígið þar sem þeir mæta annað hvort Stjörnunni eða Þór Þorlákshöfn. „Ótrúlegt að þetta tímabil er búið“ Darri Freyr Atlason, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var svekktur yfir því að ljúka tímabilinu í ár með með þessum hætti. „Það er ótrúlegt að þetta tímabil er búið. Það er búið að vera langt og skrítið, alveg upp og niður. Við erum búnir að fara í gegnum margt eins og öll önnur lið. Fryst og fremst er maður bara svekktur og sérstaklega svekktur út í það hvernig þetta gerðist í dag,“ sagði Darri í viðtali eftir leik. KR-ingar hafa almennt byrjað leikina milli þessara liða vel en það var breyting á í kvöld þar sem Keflavík tók völdin strax í upphafi og sleppti aldrei taki. „Mér fannst við tapa þessum leik kannski andlega frekar en nokkuð annað. Við fórum mjög hratt út í byrjun og ég held að tæknileg mistök hafi leitt af sér enn þá dýpri holu út af því hvernig við brugðumst við andlega. Við vorum orðnir fljótfærir og stressaðir bara eftir þrjár mínútur í stöðunni 10-2 þegar það var ekkert sérstakt í gangi. Það gróf holu sem var erfitt að vinna sig upp úr,“ svaraði Darri aðspurður út í byrjun KR í þessum leik. Það voru ekki margir sem bjuggust við því að KR færi langt í ár, miðað við þann mannskap sem þeir misstu fyrir tímabil. Darra er alveg sama þrátt fyrir að koma einhverjum á óvart með mögulega óvæntri velgengni liðsins. „Í KR þá eru engir samvisku sigrar. Annað hvort vinnur þú eða tapar og þetta ár erum við taparar. Auðvitað finnst mér leiðinlegt að vera sá sem ber höfuð ábyrgð á þessu og ég gengst við þeirri ábyrgð. Það eru fullt af hlutum sem ég hefði geta gert betur og auðvitað sömuleiðis leikmennirnir líka og allir sem taka þátt í þessu með okkur. Ég held það sé mikilvægt fyrir alla sem að eru með þetta KR 'attitude' að samþykkja að okkur mistókst í ár og gera betur næst,“ sagði Darri Freyr Atlason. „Við gáfum tóninn strax í upphafi“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er frábær sigur. Munurinn á þessum leik og hinum er að við hittum betur og sérstaklega til að byrja með. Við gáfum tóninn strax í upphafi og við litum aldrei til baka eftir það,“ sagði Hjalti í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði hrikalega vel og myndaði forskot sem KR-inar náðu ekki að brúa. Hjalti segir að uppleggið fyrir leik væri að byrja vel. „Við töluðum um það fyrir leik, að þeir myndu koma brjálaðir til leiks og ætluðu ekkert að leggjast niður og gefa okkur sigurinn. Þannig það skipti rosalega miklu máli að við myndum koma af krafti inn í leikinn sem við sannarlega gerðum. Auðvitað var það ákveðið rothögg fyrir þá en þeir svo sem komu til baka og við vorum líka smá slappir á köflum en það er frábært að klára þetta.“ „Þetta var lang besti svona stýrði leikur hjá okkur, mest megins. Síðan komu 5-6 mínútur í fyrri hálfleik þar sem við vorum bara 'sloppy' og það er eitthvað sem við þurfum að kíkja á og laga. Menn voru orðnir eitthvað gráðugir,“ sagði Hjalti Þór um góða byrjun heimamanna í leiknum. „Það hefur ekkert lið náð að slá þá út síðustu 6-7 árin. Auðvitað er gaman að fá að vera fyrsta liðið til að slá þá út eftir þessa sex titla þeirra í röð. Það er bara frábært að upplifa það.“ Hjalta var bent á það að Keflavík hefði með sigrinum í kvöld ekki tapað heimaleik í heila 500 daga. Hjalti stefnir þó á sigur í öllum leikjum, heima eða úti. „Þið eruð með alla þessa tölfræði á hreinu,“ svaraði Hjalti og hló áður en hann bætti við „ég er ekkert að spá í þessu. Sama hvort það verður Stjarnan eða Þór Þorlákshöfn þá ætlum við bara að fara í þessa leiki og gera okkar besta. Auðvitað munum við stefna á sigur hvort sem það er á heimavelli eða útivelli og við bara gírum okkur í hvern leik. Það er bara einn leikur í einu, hvort samt það er í úrslitakeppninni eða í deildinni,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti