10 þúsund milljónir á 3 árum Vigdís Hauksdóttir skrifar 2. júní 2021 17:46 Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar