Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Dómstólar Háskólar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun