Að vera sænskur jafnaðarmaður eða íslenskur Guðbrandur Einarsson skrifar 29. maí 2021 08:00 Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun