Fótbolti

Fimmtán ára sonur Van der Vaarts verður liðsfélagi Andra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Rúnar í leik með Esbjerg.
Andri Rúnar í leik með Esbjerg. mynd/esbjerg

Esbjerg skrifaði í dag undir samning við hinn fimmtán ára gamla Damian van der Vaart en pabbi hans er þekktur knattspyrnumaður.

Hann er nefnilega sonur Rafael van der Vaart sem spilaði meðal annars fyrir Tottenham og Real Madrid á sínum glæsta ferli.

Hinn fimmtán ára Damian hefur verið búsettur í Danmörku síðustu ár með fjölskyldu sinni en hann hefur nú fengið þriggja ára samning hjá Esbjerg.

„Damian van der Vaart skilur spilið mjög vel og er með gott auga fyrir spili og við fögnum því að við getum haldið honum næstu árin,“ sagði Lars Vind, yfirmaður yngri liða Esbjerg

„Damian er með mikinn kraft og er góður að spila liðsfélaga sína uppi. Hann passar vel inn í það hvernig við viljum spila og erum glaðir að hann verði næstu árin.“

Damian hefur áður spilað með þýska liðinu SC Victoria Hamburg en faðir hans spilaði einnig fyrir stórliðið HSV í sömu borg.

Andri Rúnar Bjarnason er á mála hjá danska liðinu en Ólafur Kristjánsson var þjálfari liðsins á síðustu leiktíð og Kjartan Henry Finnbogason lék með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×