Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-1 | Tíu Stjörnumenn misstu af fyrsta sigri sumarsins Árni Konráð Árnason skrifar 30. maí 2021 23:07 Djair Parfitt-Williams skoraði jöfnunarmark Fylkismanna í kvöld. vísir/hag Fylkir og Stjarnan mættust í sjöundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Würth vellinum í Árbænum í kvöld. Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki í hóp Stjörnumanna þegar að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið að sækja fram og skiptust þau á hálffærum. Stjarnan var að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deildinni. Stjörnumenn hafa átt í erfiðleikum með að finna netið hjá andstæðingum sínum og höfðu einungis skorað 2 mörk í 6 deildarleikjum. Stjörnumenn sóttu hátt uppi á velli og það var á 7. mínútu leiksins þegar að Hilmar Árni tók aukaspyrnu sem að endaði á fjærstöng hjá Emil Atlasyni sem að átti slæma móttöku á boltanum og skoppaði hann fyrir framan Brynjar Gauta sem að átti þrumuskot yfir markið. Þarna hefði hann hæglega átt að gera betur en Fylkismenn sluppu með skrekkinn. Fylkismenn voru einnig í leit að marki og átti Orri Hrafn fast skot á markið á 17. mínútu en Haraldur gerir vel í markinu og grípur boltann. Þegar um 24. mínútur voru búnar af fyrri hálfleik fá Stjörnumenn aukaspyrnu langt fyrir utan teig. Einar Karl Ingvarsson tók spyrnuna sem að endar hjá markteig Fylkismanna þar sem að Magnus Anbo Clausen hoppaði upp og virtist fá boltann í hnakkann á sér og þaðan í mark Fylkismanna. Aðeins þriðja mark Stjörnumanna á leiktíðinni sem að hafa átt í erfiðleikum með að koma boltanum í netið. Á 37. mínútu leiksins fékk Emil Atlason beint rautt spjald. Arnór Gauti virtist setja rassinn út og stöðva hættulítið hlaup Emils. Emil launar Arnóri þetta með því að gefa honum hnéspark í aftanvert lærið. Vilhjálmur Alvar í kjörstöðu til þess að dæma brotið og gefur Emil Atlasyni beint rautt spjald. Emil alls ekki að gera liðsfélögum sínum greiða með því að láta senda sig í sturtu svona snemma leiks. Stjörnumönnum tókst þó að halda út fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur 0-1 Stjörnunni í vil. Þegar að seinni hálfleikur var flautaður á byrjuðu Fylkismenn strax að sækja og voru í stanslausri sókn allan síðari hálfleikinn. Á 62. mínútu átti Orri Hrafn fast skot í innanverða nærstöng og boltinn endar í markspyrnu, Fylkismenn afar óheppnir að þessi hafi ekki endað inni. Fylkismenn héldu áfram að sækja en Stjörnumenn vörðust vel og voru fastir fyrir. Það var síðan á 75. mínútu sem að Heiðar Ægisson er að djöflast í Djair þegar að Djair skyndilega snýr sér við og hendir Heiðari í jörðina og ræðst að honum með því að rífa í treyju Heiðars. Báðir leikmenn fengu að sjá gult spjald frá Vilhjálmi Alvari en Djair einstaklega heppinn að hafa ekki fengið beint rautt spjald fyrir þetta. Fimm mínútum síðar eða á 80. mínútu leiksins tók Daði Ólafsson hornspyrnu fyrir Fylki sem að endar í hálfgerðu skallatennis inn í teig Stjörnumanna. Boltinn endar síðan fyrir framan Djair sem að setur boltann fram hjá Haraldi Björnssyni í marki Stjörnunnar og jafnar leikinn 1-1. Stuðningsmenn Stjörnunnar eflaust enn ósáttari við að Djair hafi ekki fengið að fjúka af velli 5 mínútum áður. Það var síðan á 86. mínútu leiksins þegar að varamaðurinn Jordan Brown fékk frábæra sendingu og slapp einn í gegnum vinstri væng en setur boltann rétt fram hjá markinu. Hefði hæglega getað tryggt Fylki stigin þrjú. Stjörnumenn gerðu þrefalda skiptingu á 89. mínútu og fengu þar með ferska fætur inn. Stjarnan náði að vinna sig eilítið aftur inn í leikinn og var það á 3. mínútu uppbótartíma sem að Halldór Orri átti skot af stuttu færi sem að Aron Snær náði að verja yfir markið, þarna hefði Stjarnan getað laumað inn sínum fyrsta sigri. Mörkin voru þó ekki fleiri þó að færin hafi verið til staðar. Lokatölur 1-1. Stjarnan enn í leit að sínum fyrsta sigri og stórvantar mörk í deildinni, ekki skánar ástandið þegar að Emil Atlason framherji Stjörnunnar er í banni í næsta leik gegn Val. Af hverju varð jafntefli? Stjarnan náðu inn mikilvægu marki áður en að þeir fengu rautt spjald. Eftir rauða spjaldið vörðust þeir vel í tæpa klukkustund af leiktíma og voru oftar en ekki með 10 menn fyrir aftan boltann. Fylkismenn fengu færi til þess að skora fleiri mörk en náðu ekki að nýta þau. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn Kjartansson átti góðan leik þar sem að hann var mjög sjáanlegur í sóknarleik Fylkismanna. Hann átti skot í stöng þar sem um millimetraspursmál var að boltinn færi inn. Brynjar Gauti tók við fyrirliðabandinu af Daníel Laxdal sem að var ekki í hóp í kvöld og stýrði liðinu vel, var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og leysti sitt hlutverk vel í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarlína Fylkis er frekar lágvaxin sem varð til þess að ekkert varð úr fyrirgjöfum þeirra og eina leið þeirra virtist vera að spila sig í gegnum vörn Stjörnunnar sem að voru fastir fyrir og náðu að hreinsa boltann í burtu. Þegar að Stjörnumenn hreinsuðu boltann í burtu vantaði hraðann fram á við til þess að elta boltann. Þegar að Guðjón Baldvinsson yfirgaf Stjörnuna skildi hann eftir sig stórt skarð sem Stjarnan hefur ekki enn náð að fylla. Hvað gerist næst? Fylkir fer í heimsókn á Kópavogsvöll og mætir þar Breiðablik á erfiðum útivelli þar sem að Blikar hafa unnið seinustu 2 heimaleiki, 4-0 hvorn ásamt því að hafa skorað 7 mörk í seinustu 2 leikjum í Pepsi Max deildinni þar sem að 6 leikmenn Breiðabliks hafa skorað þessi 7 mörk, lærisveinar Óskar Hrafns farnir að hrökkva í gang og Fylkir á erfiðan útileik í vændum. Stjarnan á ekki síður erfiðan leik þegar að þeir fá Valsmenn í heimsókn á Samsungvöllinn. Valsmenn eru ósigraðir þegar að 6 umferðir eru búnar í Pepsi Max Deild karla. Ólafur Ingi: Fannst við eiga skilið sigurinn Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson fara yfir málin.Vísir/Vilhelm „Við náðum ekki alveg að opna þá nógu vel í fyrri hálfleik,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson, þjálfari Fylkis. „En í seinni hálfleik var einstefna sem að er bara skiljanlegt enda vorum við einum fleiri. Þeir vörðust vel, Stjarnan, en við fengum nokkur fín færi til að klára leikinn, það tók langan tíma en það kom alla vega eitt mark sem að er jákvætt.“ Markaskorari Fylkis hefði mögulega átt að fá að líta rauða spjaldið í leiknum. Ólafur segir að það gæti hafa pirrað andstæðingana að maðurinn sem átti mögulega ekki að vera inni á vellinum hafi skorað jöfnunarmarkið. „Það verður stundum þannig, ég veit ekki alveg hvort að hann hafi átt að fá rautt en þeir fóru í eitthvað klafs og enduðu ofan á hvor öðrum eða hvernig sem það var en það er bara hluti af þessu.“Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar sagðist ekki vera viss um að atvikið milli hans og Djair hafi átt að leiða til þess að mótheji hans hafi átt að fjúka út af. „Þetta var bara barátta á milli okkar. Ég var búinn að vera í honum allan leikinn og pirra hann. Ég var aðeins utan í honum og síðan tekur hann mig niður. Ég veit ekki hvort að það sé rautt spjald eða ekki en þetta er bara barningur. Ekkert endilega rautt, bara barátta á milli okkar.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir Stjarnan
Fylkir og Stjarnan mættust í sjöundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Würth vellinum í Árbænum í kvöld. Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki í hóp Stjörnumanna þegar að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið að sækja fram og skiptust þau á hálffærum. Stjarnan var að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deildinni. Stjörnumenn hafa átt í erfiðleikum með að finna netið hjá andstæðingum sínum og höfðu einungis skorað 2 mörk í 6 deildarleikjum. Stjörnumenn sóttu hátt uppi á velli og það var á 7. mínútu leiksins þegar að Hilmar Árni tók aukaspyrnu sem að endaði á fjærstöng hjá Emil Atlasyni sem að átti slæma móttöku á boltanum og skoppaði hann fyrir framan Brynjar Gauta sem að átti þrumuskot yfir markið. Þarna hefði hann hæglega átt að gera betur en Fylkismenn sluppu með skrekkinn. Fylkismenn voru einnig í leit að marki og átti Orri Hrafn fast skot á markið á 17. mínútu en Haraldur gerir vel í markinu og grípur boltann. Þegar um 24. mínútur voru búnar af fyrri hálfleik fá Stjörnumenn aukaspyrnu langt fyrir utan teig. Einar Karl Ingvarsson tók spyrnuna sem að endar hjá markteig Fylkismanna þar sem að Magnus Anbo Clausen hoppaði upp og virtist fá boltann í hnakkann á sér og þaðan í mark Fylkismanna. Aðeins þriðja mark Stjörnumanna á leiktíðinni sem að hafa átt í erfiðleikum með að koma boltanum í netið. Á 37. mínútu leiksins fékk Emil Atlason beint rautt spjald. Arnór Gauti virtist setja rassinn út og stöðva hættulítið hlaup Emils. Emil launar Arnóri þetta með því að gefa honum hnéspark í aftanvert lærið. Vilhjálmur Alvar í kjörstöðu til þess að dæma brotið og gefur Emil Atlasyni beint rautt spjald. Emil alls ekki að gera liðsfélögum sínum greiða með því að láta senda sig í sturtu svona snemma leiks. Stjörnumönnum tókst þó að halda út fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur 0-1 Stjörnunni í vil. Þegar að seinni hálfleikur var flautaður á byrjuðu Fylkismenn strax að sækja og voru í stanslausri sókn allan síðari hálfleikinn. Á 62. mínútu átti Orri Hrafn fast skot í innanverða nærstöng og boltinn endar í markspyrnu, Fylkismenn afar óheppnir að þessi hafi ekki endað inni. Fylkismenn héldu áfram að sækja en Stjörnumenn vörðust vel og voru fastir fyrir. Það var síðan á 75. mínútu sem að Heiðar Ægisson er að djöflast í Djair þegar að Djair skyndilega snýr sér við og hendir Heiðari í jörðina og ræðst að honum með því að rífa í treyju Heiðars. Báðir leikmenn fengu að sjá gult spjald frá Vilhjálmi Alvari en Djair einstaklega heppinn að hafa ekki fengið beint rautt spjald fyrir þetta. Fimm mínútum síðar eða á 80. mínútu leiksins tók Daði Ólafsson hornspyrnu fyrir Fylki sem að endar í hálfgerðu skallatennis inn í teig Stjörnumanna. Boltinn endar síðan fyrir framan Djair sem að setur boltann fram hjá Haraldi Björnssyni í marki Stjörnunnar og jafnar leikinn 1-1. Stuðningsmenn Stjörnunnar eflaust enn ósáttari við að Djair hafi ekki fengið að fjúka af velli 5 mínútum áður. Það var síðan á 86. mínútu leiksins þegar að varamaðurinn Jordan Brown fékk frábæra sendingu og slapp einn í gegnum vinstri væng en setur boltann rétt fram hjá markinu. Hefði hæglega getað tryggt Fylki stigin þrjú. Stjörnumenn gerðu þrefalda skiptingu á 89. mínútu og fengu þar með ferska fætur inn. Stjarnan náði að vinna sig eilítið aftur inn í leikinn og var það á 3. mínútu uppbótartíma sem að Halldór Orri átti skot af stuttu færi sem að Aron Snær náði að verja yfir markið, þarna hefði Stjarnan getað laumað inn sínum fyrsta sigri. Mörkin voru þó ekki fleiri þó að færin hafi verið til staðar. Lokatölur 1-1. Stjarnan enn í leit að sínum fyrsta sigri og stórvantar mörk í deildinni, ekki skánar ástandið þegar að Emil Atlason framherji Stjörnunnar er í banni í næsta leik gegn Val. Af hverju varð jafntefli? Stjarnan náðu inn mikilvægu marki áður en að þeir fengu rautt spjald. Eftir rauða spjaldið vörðust þeir vel í tæpa klukkustund af leiktíma og voru oftar en ekki með 10 menn fyrir aftan boltann. Fylkismenn fengu færi til þess að skora fleiri mörk en náðu ekki að nýta þau. Hverjir stóðu upp úr? Orri Hrafn Kjartansson átti góðan leik þar sem að hann var mjög sjáanlegur í sóknarleik Fylkismanna. Hann átti skot í stöng þar sem um millimetraspursmál var að boltinn færi inn. Brynjar Gauti tók við fyrirliðabandinu af Daníel Laxdal sem að var ekki í hóp í kvöld og stýrði liðinu vel, var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og leysti sitt hlutverk vel í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarlína Fylkis er frekar lágvaxin sem varð til þess að ekkert varð úr fyrirgjöfum þeirra og eina leið þeirra virtist vera að spila sig í gegnum vörn Stjörnunnar sem að voru fastir fyrir og náðu að hreinsa boltann í burtu. Þegar að Stjörnumenn hreinsuðu boltann í burtu vantaði hraðann fram á við til þess að elta boltann. Þegar að Guðjón Baldvinsson yfirgaf Stjörnuna skildi hann eftir sig stórt skarð sem Stjarnan hefur ekki enn náð að fylla. Hvað gerist næst? Fylkir fer í heimsókn á Kópavogsvöll og mætir þar Breiðablik á erfiðum útivelli þar sem að Blikar hafa unnið seinustu 2 heimaleiki, 4-0 hvorn ásamt því að hafa skorað 7 mörk í seinustu 2 leikjum í Pepsi Max deildinni þar sem að 6 leikmenn Breiðabliks hafa skorað þessi 7 mörk, lærisveinar Óskar Hrafns farnir að hrökkva í gang og Fylkir á erfiðan útileik í vændum. Stjarnan á ekki síður erfiðan leik þegar að þeir fá Valsmenn í heimsókn á Samsungvöllinn. Valsmenn eru ósigraðir þegar að 6 umferðir eru búnar í Pepsi Max Deild karla. Ólafur Ingi: Fannst við eiga skilið sigurinn Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson fara yfir málin.Vísir/Vilhelm „Við náðum ekki alveg að opna þá nógu vel í fyrri hálfleik,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson, þjálfari Fylkis. „En í seinni hálfleik var einstefna sem að er bara skiljanlegt enda vorum við einum fleiri. Þeir vörðust vel, Stjarnan, en við fengum nokkur fín færi til að klára leikinn, það tók langan tíma en það kom alla vega eitt mark sem að er jákvætt.“ Markaskorari Fylkis hefði mögulega átt að fá að líta rauða spjaldið í leiknum. Ólafur segir að það gæti hafa pirrað andstæðingana að maðurinn sem átti mögulega ekki að vera inni á vellinum hafi skorað jöfnunarmarkið. „Það verður stundum þannig, ég veit ekki alveg hvort að hann hafi átt að fá rautt en þeir fóru í eitthvað klafs og enduðu ofan á hvor öðrum eða hvernig sem það var en það er bara hluti af þessu.“Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar sagðist ekki vera viss um að atvikið milli hans og Djair hafi átt að leiða til þess að mótheji hans hafi átt að fjúka út af. „Þetta var bara barátta á milli okkar. Ég var búinn að vera í honum allan leikinn og pirra hann. Ég var aðeins utan í honum og síðan tekur hann mig niður. Ég veit ekki hvort að það sé rautt spjald eða ekki en þetta er bara barningur. Ekkert endilega rautt, bara barátta á milli okkar.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti