Aðskilnaður dóms- og kennivalds Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson skrifa 24. maí 2021 17:01 Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Bjarni Már Magnússon Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar