Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 22:44 Eldgosið í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Áhorfendur fylgjast með af hryggnum vinstra megin. Vilhelm Gunnarsson Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44