Að lesa landið Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:01 Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjallabyggð Samgöngur Norðausturkjördæmi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun