Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla Þórarinn Hjaltason skrifar 17. maí 2021 08:01 Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Þórarinn Hjaltason Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Samgönguyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu halda því fram að óhjákvæmilegt sé að byggja Borgarlínu til þess að bregðast við fjölgun íbúa og þar með fjölgun einkabíla, m.a. vegna þess að reynslan erlendis sýni að breikkun vega og nýir vegir geri ekkert annað en auka bílaumferð. Um sé að ræða svokallaða aukna ferðamyndun sem hefur einnig verið nefnd framboðsstýrð eftirspurn (e. Induced Demand). Þess vegna þurfi hágæða almenningssamgöngur til að bjarga málum og ekki dugi neitt minna en 58 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) með gullstandard (BRT-Gold) til þess að hér verði ekki enn meira umferðaröngþveiti. Jafnframt er því haldið á lofti að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt annað hvort komin með hágæða almenningssamgöngur eða með þær á stefnuskrá og nánast hættar að breikka vegi eða leggja nýja vegi. Þegar málin eru skoðuð nánar stendur ekki steinn yfir steini í þessum áróðri. Framboðsstýrð eftirspurn er aðallega vandamál í milljónaborgum með mun meira umferðaröngþveiti en hér. Á höfuðborgarsvæðinu eru umferðartafir þó óeðlilega miklar miðað við borgarsvæði af svipaðri stærð, einfaldlega vegna þess að frá aldamótum hefur uppbygging þjóðvegakerfisins ekki fylgt mikilli umferðaraukningu. Það er fjarri sanni að borgarsvæði af svipaðri stærð séu yfirleitt með BRT sambærilegt við Borgarlínu eða léttlestir (Light Rail Transit, LRT) á dagskrá og láti vegagerð mæta afgangi. Það gildir sérstaklega um BNA og Kanada, en einnig að töluverðu leyti um evrópsk borgarsvæði af þessari stærð. Á heimasíðu Borgarlínunnar má finna kynningarglærur, þar sem m.a. er listi yfir borgir sem sagt er að séu af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið og með hágæða almenningssamgöngur á dagskrá. Í meirihluta tilvika er aðeins greint frá íbúafjölda viðkomandi borgar. Grófasta dæmið er Albany, höfuðborg New York ríkis, með um 100 þúsund íbúa. Íbúafjöldi Albanysvæðisins er um ein milljón! Nálægt helmingur borgarsvæðanna er ekki með BRT eða LRT á dagskrá. Eitt af borgarsvæðunum á listanum er Álaborgarsvæðið í Danmörku og er íbúafjöldi Álaborgar sagður vera 120.000. Íbúafjöldi Álaborgar er í raun um 219.000 og því er það sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Meginbyggðin, Ålborg by, telur um 119.000 íbúa, skv. Wikipedia: Í aðalskipulagi Álaborgar er eitt af markmiðum að gera meira aðlaðandi að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til þess að umferð einkabíla verði minni en ella. Hjá samgönguyfirvöldum Álaborgar er hins vegar ekki á dagskrá að þrengja að einkabílnum til þess að ná markmiði um breyttar ferðavenjur. Þvert á móti er áætlað að útvíkka mótorvegakerfið í Álaborg með því að leggja um 20 km langan mótorveg, sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörðinn, sbr. þessa frétt. Mótorvegurinn verður lagður við vesturjaðar meginbyggðar Álaborgar. Framkvæmdir munu hefjast árið 2024. Áætlaður kostnaður er 6,6 milljarðar DK, eða um 120 milljarðar ISK. Markmiðið er að létta á núverandi vegtengingum, þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum, og minnka gegnumakstur um miðborgina. Framkvæmdir eru hafnar við hraðvagnaleið (Plusbus), 12 km langa leið þvert í gegnum borgina frá vestri til austurs. Áætlaður stofnkostnaður er um 500 milljón DKR, eða 10 milljarðar ISK, og áætluð verklok 2023. Jafnframt hefur verið samþykkt að skoða tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir hraðvagnaleið milli suður- og norðurhluta borgarinnar, +Bus 2. Borgaryfirvöld Álaborgar telja að Plusbus sé hágæða almenningssamgöngur og flokka sem BRT. Leiðin stenst væntanlega gæðakröfur Vejdirektoratet (danska Vegagerðin) um BRT, en til þess að fá vottun ITDP (Institute for Transportation and Development Policy) um að hraðvagnaleið sé BRT eru gerðar ítarlegar kröfur. ITDP flokkar gæði hraðvagnaleiða í BRT-Gold, BRT-Silver, BRT-Bronze og BRT-Basic. Það er mat greinarhöfundar að þessi fyrsta Plusbusleið muni varla ná háu mati hjá ITDP og verði BRT-Lite. Fyrir áhugasama má sjá deiliskipulag fyrir leiðina hér: Lokalplan 1-1-134 BRT-tracé, Aalborg, med miljørapport (plandata.dk) Við hjá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla (sjá vefsíðu ÁS www.samgongurfyriralla.com) leggjum til BRT-Lite, eða það sem við köllum létta Borgarlínu sem verði hágæða almenningssamgöngur líkt og við teljum Álaborg stefna að. Þessi leið komi í stað þungu Borgarlínunnar sem áætlað er að uppfylli gullstaðal (BRT-Gold) ITDP og er margfalt dýrari. Að öllu samanlögðu er deginum ljósara að borgaryfirvöld í Álaborg stefna að betri samgöngum fyrir alla ferðamáta. Þar er ekki á stefnuskrá að fjölga sem mest farþegum í almenningssamgöngum með því að setja sem minnst fjármagn í uppbyggingu vega og auka þannig verulega umferðartafir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar