Grjótharður KR-ingur verður framkvæmdastjóri hjá Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 14:37 Georg Haraldsson er sagður ástríðurkokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að hann taki til starfa á næstu vikum. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur. Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. „Georg hefur viðamikla reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til PLAY frá Íslandspósti þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns Stafrænna lausna og Upplýsingatæknisviðs félagsins,“ segir í tilkynningunni. Á árunum 2014 til 2017 var Georg búsettur í Dubai, þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Marorku í Miðausturlöndum og leiddi þar uppbyggingu félagsins á fjarmörkuðum. Áður hefur Georg starfað við viðskiptastýringu hjá Iceland Travel og stafræna þróun og markaðssetningu hjá Völku, Iceland Express og Dohop. „Að fá tækifæri til að marka viðskiptastefnu flugfélags frá grunni er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra viðskiptavinamiðaða stefnu sem skilar árangri til framtíðar. Auk þess felast mikil tækifæri fyrir flugfélög í því árferði sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs, eldgoss og bólusetninga, sem leitt hefur af sér uppsafnaða ferðaþörf og ómetanlega landkynningu.“ segir Georg Haraldsson. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er gríðarlega ánægður að fá Georg inn í stjórnunarteymið. „Það er mikill hvalreki fyrir PLAY að fá Georg til liðs við framkvæmdastjórnina í þeirri uppbyggingu og stefnumörkun sem félagið stendur frammi fyrir. Georg þekkir vel viðskiptaumhverfi flugfélaga og ferðaiðnaðarins, og hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka ánægju viðskiptavina og tryggja sölu og dreifingu flugfargjalda.“ Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Georg er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra og viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn. Georg er jafnframt sagður ástríðukokkur, skíðakappi, golfari og grjótharður KR-ingur.
Vistaskipti Play Fréttir af flugi Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira