Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 12:31 Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun