Þegar réttur eins kann að skaða annan Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 23. apríl 2021 12:30 Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun