Skoðun og staðreyndir Þórir Guðmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:33 Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun