Gleðilegan dag jarðarinnar Gréta María Grétarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 09:01 Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun