Fótbolti

Ó­vissa með lykil­menn hjá PSG fyrir stór­leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marquinhos skoraði og fór svo af velli í fyrri leiknum.
Marquinhos skoraði og fór svo af velli í fyrri leiknum. Alexander Hassenstein/Getty Images

Mauricio Pochettino, stjóri PSG, segir að óvíst sé með framgöngu nokkurra lykilmanna hjá liðinu fyrir síðari leikinn gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni.

Frönsku meistararnir unnu fyrri leikinn í Þýskalandi, 2-3, í frábærum knattspyrnuleik en síðari leikurinn fer fram í París annað kvöld.

Staðan á leikmannahópi PSG er þó ekki góð því nokkrir lykilmenn liðsins eru enn á meiðslalistanum og eru í kapphlaupi við tímann.

„Ég veit ekki hvort að Marquinhos verði klár. Við tökum ákvörðun varðandi hann í fyrramálið. Hann gæti verið í hópnum og byrjað á bekknum en við ákveðum það í morgun,“ sagði Pochettino.

„Það verður erfitt fyrir Marco Verratti að verða tilbúinn og byrja leikinn. Sérstaklega í samanburði við Alessandro Florenzi en við munum sjá hvernig þetta verður á morgun.“

„Moise Kean verður í hópnum en við höfum ekki ákveðið hver byrjar. Mauro Icardi er ekki í hópnum,“ sagði Pochettino.

Leikurinn verður flautaður í gang klukkan 19.00. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×