Ellefu stiga forysta Inter og Ronaldo skoraði í mikilvægum sigri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2021 18:44 Ronaldo og Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, hönd í hönd. Jonathan Moscrop/Getty Images Tveir hörkuleikir fóru fram í ítalska boltanum í kvöld er Inter og Juventus unnu mikilvæga sigra. Inter vann 2-1 sigur á Sassuolo og er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar er níu umferðir eru eftir. Romelu Lukaku skoraði fyrra markið á tíundu mínútu en stoðsendingin kom frá öðrum fyrrum Man. United, Ashley Young. Á 67. mínútu tvöfaldaði Lautaro Martinez svo forystuna en Lukaku lagði upp markið. Most assists in Serie A this season: 🇧🇪 Romelu Lukaku (9) 🇪🇸 Alvaro Morata (9) Two former Chelsea strikers battling it out. 🤺 pic.twitter.com/1c5eNbZuJI— Squawka Football (@Squawka) April 7, 2021 Hamed Traore minnkaði muninn fyrir Sassuolo en nær komust þeir ekki og Inter í afar myndarlegri stöðu á toppnum. Juventus vann svo mikilvægan 2-1 sigur á Napoli í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á þrettándu mínútu en Paulo Dybala tvöfaldaði muninn í síðari hálfleik. Napoli fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði Lorenzo Insigne. Lokatölur 2-1. Juventus er í þriðja sætinu með 59 stig, Atalanta í fjórða sætinu með 58 stig og Napoli í fimmta sætinu með 56. Juventus 2-1 Napoli FT:Shots: 12-14Shots on target: 3-4Passing accuracy: 88%-89% Possession: 47%-53% https://t.co/YPS81SAjOL— Squawka Football (@Squawka) April 7, 2021 Ítalski boltinn
Tveir hörkuleikir fóru fram í ítalska boltanum í kvöld er Inter og Juventus unnu mikilvæga sigra. Inter vann 2-1 sigur á Sassuolo og er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar er níu umferðir eru eftir. Romelu Lukaku skoraði fyrra markið á tíundu mínútu en stoðsendingin kom frá öðrum fyrrum Man. United, Ashley Young. Á 67. mínútu tvöfaldaði Lautaro Martinez svo forystuna en Lukaku lagði upp markið. Most assists in Serie A this season: 🇧🇪 Romelu Lukaku (9) 🇪🇸 Alvaro Morata (9) Two former Chelsea strikers battling it out. 🤺 pic.twitter.com/1c5eNbZuJI— Squawka Football (@Squawka) April 7, 2021 Hamed Traore minnkaði muninn fyrir Sassuolo en nær komust þeir ekki og Inter í afar myndarlegri stöðu á toppnum. Juventus vann svo mikilvægan 2-1 sigur á Napoli í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á þrettándu mínútu en Paulo Dybala tvöfaldaði muninn í síðari hálfleik. Napoli fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði Lorenzo Insigne. Lokatölur 2-1. Juventus er í þriðja sætinu með 59 stig, Atalanta í fjórða sætinu með 58 stig og Napoli í fimmta sætinu með 56. Juventus 2-1 Napoli FT:Shots: 12-14Shots on target: 3-4Passing accuracy: 88%-89% Possession: 47%-53% https://t.co/YPS81SAjOL— Squawka Football (@Squawka) April 7, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti