Körfubolti

Paul Pierce rekinn frá ESPN eftir partí með fatafellum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pierce þarf að finna sér nýja vinnu.
Paul Pierce þarf að finna sér nýja vinnu. getty/Maddie Meyer

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að gamla Boston Celtics-hetjan Paul Pierce hafi verið rekinn frá ESPN.

Um helgina fór myndband af Pierce í gleðskap ásamt fatafellum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Pierce streymdi sjálfur frá partíinu á Instagram og myndbandið fór síðan eins og eldur um sinu um internetið.

Pierce hefur verið í stóru hlutverki hjá ESPN síðan hann lagði skóna á hilluna 2017. Hann hefur bæði verið í þáttunum The Jump og NBA Countdown.

ESPN hefur ekki tjáð sig um brotthvarf Pierce en hann sjálfur birti myndband af sér á Twitter þar sem hann var skellihlæjandi.

Pierce, sem er 43 ára, varð NBA-meistari með Boston 2008. Hann var þá valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þar sem Boston vann Los Angeles Lakers, 4-3.

Pierce lék einnig með Brooklyn Nets, Washington Wizards og Los Angeles Clippers á nítján ára ferli í NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×