Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2021 13:36 Delta Air Lines hóf flugferðir milli Íslands og New York árið 2011. Getty/NurPhoto Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34
Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30
Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41