Fótbolti

Ítalir mis­stígu sig en öruggt hjá Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik Spánverja og Slóvena í kvöld.
Frá leik Spánverja og Slóvena í kvöld. Marcio Machado/Getty

Fyrstu tveir leikirnir á EM U21 fóru fram í dag er B-riðillinn hófst en í honum leika Tékkar, Ítalir, Slóvenar og Spánverjar.

Tékkar og Ítalir gerðu 1-1 jafntefli en Íslendingar voru í riðli með þeim ítölsku í undankeppninni.

Gianluca Scamacca skoraði fyrsta markið eftir stoðsendingu Patrick Cutrone en Tékkar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 75. mínútu.

Ítalir fengu tvö rauð spjöld áður en yfir lauk. Sandro Tonali á 84. mínútu og Riccardo Marchizza á 94. mínútu.

Í hinum leik riðilsins unnu Spánverjar 3-0 sigur á Slóvenum. Javier Puado, Gonzalo Villar og Juan Miranda skoruðu mörkin.

Næstu leikir þessara liða fara fram á laugardag og þriðja og síðasta umferðin svo á þriðjudag.

Íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á morgun er þeir mæta Rússum klukkan 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×