Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Kristófer Már Maronsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun