Fótbolti

„Höfum þetta íslenska DNA og liðsheildina“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppni EM.
Patrik Sigurður Gunnarsson lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppni EM. vísir/bára

Samherjarnir hjá Silkeborg, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru bjartsýnir á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM U-21 árs landsliða.

Ísland hefur leik á EM gegn Rússlandi á fimmtudaginn. Auk þeirra eru Frakkland og Danmörk í riðlinum. Íslensku strákarnir eru brattir fyrir mótið og ætla sér í útsláttarkeppni þess sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní.

„Það er raunhæft, algjörlega,“ sagði Stefán Teitur á fjölmiðlafundi frá Györ í Ungverjalandi í dag. 

„Þessi riðill er mjög sterkur. Danirnir og Frakkarnir eru með mjög sterk lið og allir hjá Rússunum eru að spila í efstu deild þar í landi. En við teljum okkur eiga mjög góða möguleika á að komast áfram.“

Patrik tók í sama streng og Stefán Teitur. „Ég held að við eigum mjög góða möguleika,“ sagði markvörðurinn.

„Þetta er erfiður riðill eins og flest allir eru búnir að segja. En það sem við höfum sérstaklega fram yfir hin liðin er þetta íslenska DNA og liðsheildina. Það er hægt að fara svo langt á henni og við ætlum okkur að ná í fleiri leiki.“


Tengdar fréttir

Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×