Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:06 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið í Geldingadal mun standa. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir niðurstöður rannsókna á hraunsýnum úr eldgosinu í Geldingadal mjög athyglisverðar og spennandi. Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira