Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 13:05 Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira