Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 13:38 Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gær. Vísir/Anton Brink Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Það var þröngt á þingi á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær þar sem fóru fram tónleikar í tilefni af kvennaverkfalli sem haldið var í tilefni þess að fimmtíu ár voru frá því það fór fram fyrst árið 1975. Áður hafði farið fram söguganga frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli þar sem fylgjast mátti með hinum ýmsu gjörningum til minnis um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir allt hafa farið vel fram í gær. „Heyrðu það gekk bara mjög vel. Það rættist aldeilis úr veðrinu og fullt af fólki í bænum. Áætlað er að hafi verið um fimmtíu þúsund manns og í sjálfu sér ekkert sem kom upp á fyrir lögreglu. Dagurinn var bara mjög góður.“ Inga Auðbjörg Straumland einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir að skipuleggjendur séu í skýjunum yfir þeim fjölda sem hafi látið sjá sig. „Við erum náttúrulega bara öll í spennufalli yfir þessari gríðarlegu þátttöku, yfir öllum þessum innblæstri í sögugöngunni og frábærri dagskrá. Ég held að konur hafi bara sýnt það að við getum komið saman og barist fyrir okkar réttindum.“ Boltinn sé nú hjá stjórnvöldum og segist Inga binda vonir við að þau muni bregðast við kröfum sem lagðar hafi verið í gær. Rætt var í aðdraganda dagsins hvort um væri að ræða tímaskekkju, Inga segir samstöðuna í gær hafa sýnt fram á annað. „Ég held að það sem svona dagur geri fyrst og fremst er að skapa þennan anda, skapa þennan kraft, skapa þessa samstöðu en líka vekja upp þessa umræðu sem er svo þörf. Fólk áttar sig ekkert á því hversu skammt á veg við erum komin. Við höldum að við séum einhver jafnréttisparadís en það er svo margt óunnið. Og dagur eins og í gær þar sem konur og kvár koma saman um allt land vekur fólk til umhugsunar, vekur fólk til umhugsunar.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira