Körfubolti

NBA dagsins: Framlenging í Denver, Boston basl og sigurganga Spurs

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nikola Jokic átti flottan leik gegn Chicago Bulls.
Nikola Jokic átti flottan leik gegn Chicago Bulls. Will Newton/Getty

Boston Celtics tapaði gegn Scramento Kings í nótt og hafa nú tapað þrem leikjum í röð.  Denver Nuggets sigraði í Chicago eftir framlengdan leik og San Antonio Spurs eru nú komnir með þrjá sigurleiki í röð eftir góða ferð til Cleveland.

Denver Nuggets þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar Chicago Bulls komu í heimsókn. Allt var jafnt þegar leik lauk og því þurfti að grípa til framlengingar. Strákarnir frá Denver reyndust þar sterkari, og lönduðu fjögurra stiga sigri, 127-131.

Jamal Murray var stigahæstur fyrir heimamenn með 34 stig, ásamt Nicola Jokic sem skoraði einnig 34. Ásatm því tók Jokic 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Vandræði Boston Celtics halda áfram, en þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð eftir heimsókn Sacramento Kings. Lokatölur 107-96 og Celtics í áttunda sæti Austurdeildarinnar.

San Antonio Spurs gerðu góða ferð austur þegar þeir unnu Cleveland Cavaliers 116-110. Keldon Johnson skoraði 23 stig fyrir San Antonio og tók hvorki meira né minna en 21 frákast. San Antonio menn eru nú í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar, aðeins einu sæti frá öruggu sæti í úrslitakeppni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×