Gleymdir vegir Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Samgöngur Vegagerð Þingeyjarsveit Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum. Það er sorglegt ef alvarleg slys þurfa að verða til að horft sé til vegabóta þar sem þörfin má þó kallast augljós. Ég hef á undanförnum árum reynt við ýmis tækifæri að minna á einn gleymdan veg, sem er vegurinn um Fnjóskadal og Dalsmynni. Þessi vegur var byggður um miðja síðustu öld og má heita enn í upprunalegri mynd. Hann er mjór, krókóttur og mishæðóttur malarvegur, langt frá því að standast nokkur nútíma viðmið um umferðaröryggi. Samt tekst ekki að ná eyrum ráðamanna og engin áform eru um endurbyggingu vegarins á komandi árum, er hún þó ansi brýn orðin. Þingmenn bera því við að umferð um veginn sé ekki næg til að réttlæta endurbætur. Það eru eiginlega afleit rök, því í raun er það bara ástand vegarins sem hamlar því að umferð um hann margfaldist. Eftir að Vaðlaheiðargöng hafa tekið við megin straumi umferðar austur frá Akureyri, ætti þessi leið um Fnjóskadal og Dalsmynni að byggjast upp sem einstaklega falleg ferðamannaleið, jafnt að vetri sem sumri. Hún er hluti af Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, og mun á komandi árum fá mjög vaxandi athygli og umferð vegna þess. Að sönnu er snjóflóðahætta í Dalsmynni einhverja daga flesta vetur, en þá er einfalt að loka leiðinni, enda þekkt hætta og vel fylgst með. Þessi leið hefur mun breiðari tilgang en Víkurskarð og ætti að taka við sem leið 2 á móti göngunum í framtíðinni. Það má kalla mikinn galla á okkar skipulagi í vegamálum, að eðlilega flokkun vega skortir. Vegir hafa almennt þríþætt hlutverk í okkar samfélagi; Þeir þjóna sem flutningaleiðir fyrir vörur, sem ferðamannaleiðir og loks sem tengileiðir fyrir íbúa viðkomandi svæðis eða milli landssvæða. Sumir vegir þjóna öllum þremur hlutverkum, sumir einu eða tveimur. Vegur um Fnjóskadal og Dalsmynni þjónar t.d. ekki þungaflutningum og þarf því ekki að byggjast upp til að bera þá. En hann er mikilvæg tengileið fyrir íbúa í Fnjóskadal. Þeir eiga ekki annan kost nú til að sinna sínum daglegu erindum en grýttan veg, með ryki eða drullu í kaupbæti eftir tíðafari. Einnig er þessi vegur ferðamannaleið en mikið fáfarnari en skyldi, vegna þess hve slæmur og beinlínis hættulegur vegurinn er. Með vegabótum mun verða umtalsverð og vaxandi umferð ferðamanna um þessa leið, bæði í rútum og á einkabílum. Ég skora á ráðamenn að koma veginum um Fnjóskadal og Dalsmynni strax inn á áætlun og byggja hann síðan markvisst upp á næstu árum svo hann megi sinna sínu hlutverki til framtíðar með þeim sóma sem ber. Fegurð Fnjóskadals og Dalsmynnis er óumdeild og ætti að vera ferðamönnum aðgengileg án þess að þeir þurfi að leggja sig í stórhættu til að njóta. Höfundur er sveitarstjóri.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun