Kraftar menntunar leysast úr læðingi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:30 Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun