Fótbolti

Davíð tilkynnir EM-hópinn degi eftir að Arnar birtir sinn fyrsta landsliðshóp

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er einn þeirra sem leika með liði sem gæti bannað leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni vegna kórónuveirufaraldursins.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er einn þeirra sem leika með liði sem gæti bannað leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm

Nú er orðið ljóst hvenær EM-hópur U21-landsliðs karla í fótbolta og A-landsliðshópurinn sem hefur undankeppni HM í Katar, verða tilkynntir.

Arnar Þór Viðarsson mun kynna sinn fyrsta A-landsliðshóp á miðvikudaginn. Hópurinn á fyrir höndum útileiki við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars. Þetta eru fyrstu leikirnir í undankeppni HM en undankeppnin verður öll leikin á þessu ári.

Það veltur á vali Arnars hvaða leikmenn standa svo Davíð Snorra Jónassyni til boða þegar hann velur sinn fyrsta U21-landsliðshóp. Davíð mun kynna hópinn sinn sólarhring síðar en Arnar, eða næsta fimmtudag.

Davíð tók við U21-landsliðinu af Arnari í vetur og er á leið með það í lokakeppni EM, í Györ í Ungverjalandi. Þar mætir Ísland liðum Frakklands, Danmerkur og Rússlands, sömu daga og A-landsliðið leikur í undankeppni HM.

Ekki liggur fyrir hvaða leikmenn standa landsliðsþjálfurunum til boða en félagslið leikmanna mega neita mönnum um að fara í landsliðsverkefni hafi þau í för með sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví fyrir leikmennina.


Tengdar fréttir

Þeir okkar sem fara á EM verða hundrað prósent tilbúnir

Það skýrist væntanlega í næstu viku hverjir verða fulltrúar Íslands þegar U21-landsliðið í fótbolta fer í lokakeppni EM í aðeins annað sinn í sögunni. Alfons Sampsted segir liðið hiklaust eiga að stefna á að komast upp úr sínum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×