Fótbolti

Bókaði her­bergi á hóteli Börsunga en var að endingu hand­tekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna á Spáni.
Úr fyrri leik liðanna á Spáni. Alex Caparros/Getty

Stuðningsmaður PSG ætlaði sér að vera sniðugur í gærkvöldi en það endaði ekki betur en svo að hann gisti fangageymslu í nótt.

PSG og Barcelona mætast í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í París í kvöld.

Frönsku meistararnir eru í ansi góðri stöðu eftir fyrri leikinn en þeir unnu 4-1 sigur í Katalóníu.

Það stöðvaði þó ekki uppátækjasaman stuðningsmann PSG sem pantaði sér herbergi á hóteli Barcelona liðsins í París í nótt.

Hann ákvað að trufla Lionel Messi og félaga með því að setja brunarvarnarkerfið í gang með flugeldum klukkan fimm í nótt.

Þannig ætlaði hann að trufla undirbúning Messi og félaga fyrir leikinn í kvöld en það endaði ekki betur en að stuðningsmaðurinn var handtekinn fyrir uppátækið.

Leikur PSG og Barcelona er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Hefst leikurinn klukkan 20.00 en upphitun 19.15.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×