Áhugalítill formaður VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 5. mars 2021 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun