Áhugalítill formaður VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 5. mars 2021 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun