Áhugalítill formaður VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 5. mars 2021 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar