Loftslagsaðgerðir strax - í þágu allra Anna Kristín Jensdóttir skrifar 4. mars 2021 14:00 Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar