Loftslagsaðgerðir strax - í þágu allra Anna Kristín Jensdóttir skrifar 4. mars 2021 14:00 Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun