Sjálfsvíg eru raunveruleiki Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2021 11:00 Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun