Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar Jón Björn Hákonarson skrifar 26. febrúar 2021 07:30 Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Jón Björn Hákonarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun