Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar Jón Björn Hákonarson skrifar 26. febrúar 2021 07:30 Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Jón Björn Hákonarson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Ég verð þess áskynja að ungt fólk í dag horfir í auknum mæli til búsetu á landsbyggðinni. Það fylgja því nefnilega ýmis lífsgæði að búa í fámennari og dreifðari byggðarlögum víða um landið. Fjölmörg sveitarfélög bjóða upp á afburða þjónustu fyrir sína íbúa sem er á pari, og jafnvel betri en það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Það er skylda okkar sem þjóðar að byggð sé blómleg sem víðast um landið og einn þáttur í því er að tryggja að fólk getið stundað vinnu við hæfi og notið sambærilegra grunnlífskjara óháð búsetu. Í þessu á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi og hafa að leiðarljósi að auglýsa öll störf sem möguleg eru án staðsetningar. Í stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á þingi árið 2018 er fjallað um þetta. Þar eru sett fram háleit markmið um að árið 2024 verði 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra auglýst án staðsetningar. Ráðuneyti og stofnanir hafa þegar áætlað að mögulegt sé að auglýsa um 890 störf án staðsetningar, eða um 13% allra stöðugilda þeirra. Í áðurnefndri byggðaáætlun eru ráðuneyti einnig hvött til þess að þegar að ný starfsemi hefst á vegum þeirra verði henni valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru göfug markmið en því miður hefur hægt gengið að sjá þeim framfylgt. Oft finnst manni meir að segja niðurskurðarhnífur hins opinbera bitna harðast á stofnunum sem nú þegar eru staðsettar á landsbyggðinni og ekki horft til samlegðar áhrif við aðra opinbera þjónustu sem þar er að finna. Nærtækast er að nefna lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 og stundum er hreinlega eins og landsbyggðin passi ekki inní Excel skjalið hjá opinberum stofnunum, eins og ég hef áður fjallað um. Þessu þarf að breyta svo áætlanir um störf án staðsetningar hjá hinu opinbera verði trúverðugar. En til að einfalda að flytja störf út um landið þarf fleira að koma til en góður vilji - innviðirnir þurfa að vera tilbúnir. Við þurfum að geta tryggt að um allt land sé aðgengi að húsnæði og aðstöðu til að hægt sé að koma upp starfsstöðvum. Í mínum heimahverfi í Fjarðabyggð, Neskaupstað, hefur, sem dæmi, nú verið reist Samvinnuhús (Klasasetur), sem hlotið hefur nafnið Múlinn. Húsið er reist fyrir tilstilli og mikinn myndarskap Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað og þar hefur starfsfólk hina ýmsu stofnanna og fyrirtækja hvaðanæfa að á landinu komið sér fyrir og myndað glæsilegan vinnustað. Svona lagað skiptir máli því að mikilvægt er að þeir sem kjósa að starfa án staðsetningar, jafnvel í einmenningsstörfum, eigi sér vinnustað. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga Samvinnufélag eins og Norðfirðingar sem staðið getur fyrir byggingum á svona klösum. Við þurfum því með öllum tiltækum ráðum að tryggja það að þetta verði hægt sem víðast, í gegnum skattkerfið og jafnvel beinum styrkjum af hendi hins opinbera. Sveitarfélögin um landið þurfa einnig að koma að málum til að koma slíkri uppbyggingu áfram. Við þurfum einnig að tryggja að fjarskiptakerfið sé undir þetta búið. Í því samhengi þarf að gera átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu byggðarlaga um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt hefur gengið vel og víða er dreifbýlið orðið vel tengt. Hins vegar vantar enn upp á að þéttbýliskjarnar séu tengdir ljósleiðara og í það verkefni þarf að ganga hið fyrsta, jafnvel stíga inn í það og tryggja þannig góðar tengingar um land allt. Næsta skref okkar á að vera verkefnið Ísland fulltengt! Landsbyggðin hefur upp á svo margt að bjóða, það er okkar hlutverk að tryggja það að henni verði haldið í blómlegri byggð. Það er mín trú að ef hið opinbera stígur fyrstu stóru skrefin í því mikla verkefni sem störf án staðsetningar eru, munu fyrirtæki á almennum markaði fylgja fast á eftir eins og þau eru reyndar þegar farin að gera. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ritari Framsóknarflokksins og býður sig fram í annað sætið á lista framsóknarmanna í NA-kjördæmi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun