Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa 26. febrúar 2021 08:00 Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun