Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum Pauline Langbehn skrifar 1. mars 2021 08:00 Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun