Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 10:07 Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Á höfuðborgarsvæðinu fundust skjálftarnir virkilega vel. Á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík, skrifstofum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hristist allt og nötraði á þriðju hæð upp úr klukkan tíu. Síðan hefur starfsfólk reglulega fundið fyrir skjálftanum. Fylgst er með gangi mála í skjálftavaktinni neðst í fréttinni. Eins og sjá má á jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands urðu fjölmargir stórir skjálftar á afar skömmum tíma í morgun. Síðan hafa bæst við kröftugir skjálftar sem finnast víða á suðvesturhorni landsins.Veðurstofa Íslands Stærsti skjálftinn upp úr klukkan tíu var 5,7 að stærð samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá og margir yfir þrír að stærð. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftarnir eiga upptök sín á kunnuglegum slóðum; í grennd við fjöllin Fagradalsfjall og Keili á Reykjanesi. Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri um tíma sökum álags en hefur nú rétt úr kútnum. Afar stór skjálfti varð á Suðvesturhorninu þann 20. október síðastliðinn sem rataði í heimspressuna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við Washington Post þegar sá skjálfti reið yfir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í pontu Alþingis eins og frægt er orðið. Skjálftarnir eiga upptök sín í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Fulltrúi fréttastofu í Grindavík segir stærsta skjálftann klárlega einn þann stærsta sem hann hefur fundið fyrir. Þar finni fólk vel fyrir eftirskjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segist ekki muna eftir annarri eins hrinu. Hann er á leið til Grindavíkur fyrir hönd fréttastofunnar og verður í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu 5,7 af stærð. Hann varð klukkan 10:05 og átti upptök sín þrjá kílómetra suðsuðvestur af Keili. Ekki er sjáanlegur neinn gosórói. Enn er verið að yfirfara skjálftana sem gengið hafa yfir síðustu mínúturnar og liggur því ekki fyrir hve margir skjálftar hafa orðið yfir til dæmis fjórum en þó nokkrir hafa verið yfir þremur. Hér má sjá samansafn myndbanda sem lesendur Vísis hafa sent okkur af skjálftunum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og í ummælakerfinu þar fyrir neðan má síðan sjá hvernig lesendur upplifðu skjálftana víðs vegar um landið.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna áhrif skjálftanna? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Grindavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Ölfus Mosfellsbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira