VR á að vera í forystu í umhverfismálum Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar