Úr penna hjúkrunarfræðings Anna Kristín B. Jóhannesdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun