Körfubolti

Sá fimmti sem setur nýtt persónulegt stigamet í þessari keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Slóvökum þar sem hann var með 29 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Slóvökum þar sem hann var með 29 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. fiba.basketball

Jón Axel Guðmundsson bættist í gær í hóp þeirra leikmanna íslenska körfuboltalandsliðsins sem hafa náð að bæta sitt persónulegt stigamet í forkeppni að undankeppni HM 2023.

Jón Axel skoraði 29 stig í glæsilegum sigri á Slóvakíu en með sigrinum tryggði íslenska liðið sér annað sætið sem er í boði í næsta hluta forkeppninnar.

Fjórir aðrir leikmenn íslenska liðsins í gær hafa einnig náð því að setja persónulegt stigamet í þessum riðli.

Það eru Kári Jónsson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Tryggvi Snær Hlinason og Hörður Axel Vilhjálmsson.

Að minnsta kosti einn íslenskur leikmaður hefur nú sett stigamet í fjórum af síðustu fimm leikjum íslenska liðsins.

Í leikjunum í nóvember setti fyrirliðinn Hörður Axel nýtt persónulegt stigamet með landsliðinu en hann skoraði þá 22 stig. Hörður Axel hafði mest áður skorað 19 stig í einum landsleik fyrir leikinn 28. nóvember síðastliðinn.

Í febrúar fyrr á því ári höfðu Kári Jónsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason allir líka komist yfir tuttugu stiga múrinn í fyrsta sinn. Kári og Sigtryggur Arnar settu báðir stigametin sín í sigrinum á Kósóvó 20. febrúar 2020.

Tryggvi Snær Hlinason setti sitt stigamet aftur á móti þremur dögum síðar þegar hann var með 26 stig, 17 fráköst og 8 varin skot í glæsilegum sigri á Slóvökum.

Leikmenn sem hafa sett persónulegt stigamet í þessari undankeppni:

  • Kári Jónsson

    21 stig á móti Kósóvó 20. febrúar 2020 (Var 18 stig)
  • Sigtryggur Arnar Björnsson
  • 20 stig á móti Kósóvó 20. febrúar 2020 (Var 6 stig)
  • Tryggvi Snær Hlinason
  • 26 stig á móti Slóvakíu 23. febrúar 2020 (Var 19 stig)
  • Hörður Axel Vilhjálmsson
  • 22 stig á móti Kósóvó 28. nóvember 2020 (Var 19 stig)
  • Jón Axel Guðmundsson
  • 29 stig á móti Slóvakíu 18. febrúar 2021 (Var 24 stig)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×